Rafræn ráðgjöf og sálfræðileg meðferð fyrir unga tæknivædda einstaklinga sem nýta rafræna miðla

Þarfagreining um gildi rafrænnar ráðgjafar/meðferðar var framkvæmd með því að sérfræðingar svöruðu spurningalista þar sem spurt var um gildi rafrænna miðla í ráðgjöf eða meðferð. Spruningalistinn var lagður fyrir sérfræðinga sem starfa í þeim löndum sem samstarfsaðilar verkefnisins tilheyra. Alls svöruðu 252 einstaklingar spurningalistanum. Hér eru helstu niðurstöður þarfagreiningarinnar.

Þátttakendur

 • 252 einstaklingar frá sjö löndum
 • Um það bil 80% konur
 • Þriðjungur á aldursbilinu 41-50 ára
 • Starfsreynsla frá 0 til 25 ára
 • Um 50% ráðgjafar, 42% sálfræðingar, 20% aðrir

Notkun rafmiðla í rafrænni ráðgjöf/meðferð

 • Tölvupóstur (74%), fjarfundir með hljóði (30%), fjarfundir með mynd og hljóði (27%).
 • Samfélagsmiðlar (um 40%): Facebook (86%), aðrir miðlar (35%) þ.e. vefsíður t.d. LinkedIn. Af þeim tækjum sem notuð eru í rafrænni ráðgjöf nota um 70% tölvur.

Reynsla af notkun netsins við ráðgjöf/meðferð

 • Rúmlega 50% þeirra sem svöruðu spurningalistanum voru jákvæðir eða mjög jákvæðir í garð notkunar rafrænna miðla í ráðgjöf/meðferð. Af þeim sem svöruðu höfðu 25% enga reynslu af rafrænni ráðgjöf.
 • Ráðgjafar/meðferðaraðilar sögðu ástæður þess að þeir notuðu ekki mikið rafræna miðla vera aðallega þær að þeim fannst samskiptin ópersónuleg (50%) og ekki nægilega örugg (34 %).

Kostir rafrænnar ráðgjafar/meðferðar

 • Sveigjanleiki varðandi staðsetningu, þ.e. þurfa ekki að mæta á tiltekinn stað (75%).
 • Sveigjanleg tímasetning (67%).
 • Auðveldara aðgengi að tilteknum markhópi (56%).
 • Auðveldara að ná til þeirra sem þurfa á aðstoð að halda (52%).

Gallar rafrænnar ráðgjafar/meðferðar

 • Skortur á sýnilegum svipbrigðum og líkamstjáningu (72%).
 • Ekki viðeigandi fyrir öll vandamál/viðfangsefni (63%).
 • Hugsanlegur misskilningur (57%).
 • Algengustu vandamál sem ungmenni eiga við að stríða samkvæmt reynslu sérfræðinga
 • Fjölskylduerfiðleikar (69%), kvíði (68%), þunglyndi (55%), skortur á hæfni til að leysa vandamál (50%), samskiptavandi (49%), sértækir námsörðugleikar (49%), áfengis/vímuefnanotkun (42%), einelti/neteinelti (40%). Ráðgjafar/meðferðaraðilar höfðu val um að merkja við fleiri en eitt atriði.

Þeir þættir varðandi rafræna ráðgjöf/meðferð sem þóttu áhugaverðir að mati þeirra sem svöruðu

 • Reynslusögur fagmanna (72%), upplýsingar um hugbúnað sem hægt er að nýta í rafrænni ráðgjöf (64%), upplýsingar um trúnað (49%), upplýsingar um siðfræðileg atriði (47%), upplýsingar um samskiptamiðla (42%).
 • Áhugi fyrir að taka þátt í þjálfun um rafræna ráðgjöf eða meðferð: já (49%), kannski (37%), nei (14%).