Rafræn ráðgjöf og sálfræðileg meðferð fyrir unga tæknivædda einstaklinga sem nýta rafræna miðla

Therapy2.0 - Rafrænt efni

Í Therapy2.0 verkefninum hefur fjölbreyttu efni verið safnað saman og þróað til að vekja athygli á rafrænni ráðgjöf og meðferð aðallega fyrir ráðgjafa og sálfræðinga. Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • Leiðbeiningar sem veita ráðgjöfum, sálfræðingum og öðrum sérfræðingar upplýsingar um þá möguleika sem felast í rafrænni ráðgjöf. Í leiðbeiningunum eru ýmsar tæknilegar útfærslur kynntar. Fjallað er um hvernig ráðgjafar/meðferðarferlið breytist með notkun rafrænna miðla og hvaða áhrif það getur haft á ráðþegann/skjólstæðinginn. Lögð er áhersla á það hvernig hægt er að nálgast innfædda netverja sem nýta daglega samfélagsmiðla í ráðgjöf og hvernig ungmenni taka við ráðgjöfinni.

  • Árangursríkar leiðir eða aðferðir þar sem greint er frá rafrænum leiðum og aðferðum sem hafa nýst ráðgjöfum og meðferðaraðilum víða um heim. Safnað hefur verið 48 vefsvæðum með árangursríkum aðferðum sem geta nýst ráðgjöfum og sálfræðingum sem innblástur fyrir breytingar og jafnframt veitt upplýsingar um ólíkar leiðir í rafrænni ráðgjöf eða meðferð.

  • Þjálfunargögn með ýmsum upplýsingum svo sem kennsluefni til þjálfunar fyrir ráðgjafa/meðferðaraðila í rafrænni ráðgjöf .Svæðið nýtist bæði til að miðla verkefninu og sem raunverulegt námsumhverfi. Þessi gögn eru ekki á íslensku en hægt er að nýta sér erlendar útgáfur af þeim sérstaklega þá ensku.

  • Snjallsímaapp eða snjallsímaforrit fyrir ráðgjöf og meðferð með upplýsingum um mögulegar aðferðir í rafrænni ráðgjöf/meðferð fyrir snjallsíma. Snjallsímaforritið er ekki á íslensku en hægt að nýta ensku útgáfuna af því.