Rafræn ráðgjöf og sálfræðileg meðferð fyrir unga tæknivædda einstaklinga sem nýta rafræna miðla

The Therapy 2.0 project was implemented between September 1st, 2016 and August 31st, 2018. Although it is finalized as a project, the European partnership is still dedicated to the topic of eCounselling and eTherapy. All partners are interested in staying in touch with actors in the field and invite you to act respectively. We wish every visitor of the Therapy 2.0 homepage and learning platform to benefit from the project’s results. Thank you for your interest in Therapy 2.0!

Rafræn ráðgjöf og sálfræðileg meðferð fyrir tæknivædd ungmenni, innfædda netverja, sem nýta rafræna miðla

Rafræn ráðgjöf/meðferð hefur til skamms tíma verið mörkuð af þeim möguleikum sem bjóðast til rafrænna samskipta á tölvum. Ráðgjafar og meðferðaraðilar hafa því treyst nánast eingöngu á hefðbundin samskipti við ráðþega/skjólstæðinga sína með viðtali sem fram fer augliti til auglitis. Tæknivætt ungt fólk (innfæddir netverjar) nota oft annars konar samskiptamáta og því er ekki alltaf hægt að ná til þeirra í hefðbundin ráðgjafa- og sálfræðiviðtöl.

Samfélagsmiðlar (Facebook, Twitter, WhatsApp, Skype, o.s.frv.) eru algengur samskiptamáti ungs fólks. Ungt fólk þarf að geta valið hvers konar ráðgjöf/meðferð þau kjósa að eiga við fagaðila hvort sem er rafræna eða hefðbundna.

Markmiðið með Therapy 2.0 verkefninu er ekki aðeins að vekja athygli á möguleikum á grundvelli upplýsingatækni sem gæta nýst í ráðgjöf, heldur einnig að veita hagnýtar leiðbeiningar um mismunandi leiðir til að nota tæknina og gefa dæmi um svokallaða „best practice” (fyrirmyndar verkefni eða aðferðir) vefsvæði, samskiptatækni og farsímaforrit fyrir snjallsíma.

Notendur geta skoðað þær aðferðir sem kynntar eru í þessu verkefni og tileinkað sér þær sem þeir telja hentugar og árangursríkar í rafrænni ráðgjöf eða meðferð. Sumar þessara aðferða geta nýst betur en tölvupóstur og internetspjall og geta gert rafrænu samskiptin betri þannig að ráðgjafinn sjái og/eða heyri í ráðþeganum/skjólstæðingnum.

Nánari upplýsingar er að finna í upplýsingabæklingi verkefnisins.

Leiðir til að nálgast sérstaka hópa, til dæmis ungra flóttamanna

Eitt af markmiðum þessa verkefnis er að finna leiðir fyrir ráðgjafa að ná til nýrra hópa eins og ungra flóttamanna sem eru ekki í fylgd fullorðinna. Flest þeirra, sérstaklega ungar konur, hafa upplifað miklar hörmungar og margar þeirra þjást af völdum áverka af ýmsum toga. Mikilvægustu samskiptatækin eru snjallsímar. Tungumálaþekking þeirra í nýju landi getur verið af skornum skammti. Því gæti nýst vel að bjóða rágðjöf sem nýtir þá miðla sem þessi ungmenni þekkja vel og eru þeim ekki framandi.